Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. apríl 2019 23:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mjólkurbikarinn: KÁ áfram eftir sigur á Berserkjum
Oliver Helgi skoraði tvö mörk.
Oliver Helgi skoraði tvö mörk.
Mynd: Hulda Margrét Óladóttir
KÁ 4-2 Berserkir
1-0 Kristján Ómar Björnsson ('7)
1-1 Jón Steinar Ágústsson ('10)
2-1 Oliver Helgi Gíslason ('44)
3-1 Jóhann Andri Kristjánsson ('47)
4-1 Oliver Helgi Gíslason ('70)
4-2 Andri Steinn Hauksson ('78)

KÁ og Berserkir mættust í lokaleik dagsins í Mjólkurbikarnum, fyrr í kvöld tryggðu Fram og Fjölnir sæti sitt í 3. umferð bikarsins.

KÁ var með 2-1 forystu í hálfleik, Kristján Ómar Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KÁ á 7. mínútu, þremur mínútum síðar jafnaði Jón Steinar Ágústsson fyrir Berserki. Oliver Helgi Gíslason kom svo KÁ aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Jóhann Andri Kristjánsson KÁ í 3-1.
Fjórða mark þeirra kom svo á 70. mínútu, þá skoraði Oliver Helgi Gíslason annað markið sitt og fjórða mark KÁ. Átta mínútum síðar minnkuðu Berserkir muninn þegar Andri Steinn Hauksson skoraði, nær komust þeir ekki og 4-2 sigur KÁ niðurstaðan.

Dregið verður í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner