Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 17. apríl 2019 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu rangstöðumark Sterling - Guardiola ærðist af fögnuði
Mynd: Getty Images
Leikur Tottenham og Manchester City í kvöld er einn sá ótrúlegasti sem spilaður hefur verið í Meistaradeildinni. Það er ekki hægt að segja annað.

Leikurinn endaði með 4-3 sigri Manchester City en Tottenham fer áfram á útivallarmörkum eftir 1-0 sigur á heimavelli.

Það leit ekki út fyrir það að Tottenham væri að fara áfram þegar Raheem Sterling skoraði í uppbótartímanum. Hann virtist vera að tryggja City áfram.

Allir leikmenn og starfsólk City ærðust af fögnuði. Pep Guardiola, stjóri City, fagnaði af miklum krafti og Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var svekktur. En þá kom VAR til sögunnar. Markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Ótrúleg dramatík.

Markið má sjá hérna



Athugasemdir
banner