Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. apríl 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Freyr og Arnþór Ari framlengja við HK
Arnar Freyr Ólafsson.
Arnar Freyr Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK hefur framlengt við tvo lykilmenn fyrir upphaf Íslandsmótsins. Um er að ræða markvörðinn Arnar Frey Ólafsson og miðjumanninn Arnþór Ara Atlason.

Arnar Freyr hefur framlengt samning sinn við HK út keppnistímabilið 2023.

Arnar Freyr gekk til liðs við HK 2016 og allar götur síðan verið einn af lykilmönnum liðsins. Arnar Freyr hefur leikið 99 leiki í deild og bikar fyrir HK.

Arnþór Ari gerði einnig samning til 2023. Arnþór Ari gekk til liðs við HK vorið 2019 og hefur reynst HK liðinu sérstaklega vel í baráttunni í efstu deild. Arnþór Ari hefur leikið 135 leiki í efstu deild og skorað í þeim 20 mörk.

HK hefur endað í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar síðustu tímabil. Liðið mun hefja leik í deildinni þetta tímabilið gegn KA 1. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner