lau 17. apríl 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Man City: Pep gerir átta breytingar
De Bruyne heldur sæti sínu í liði Man City.
De Bruyne heldur sæti sínu í liði Man City.
Mynd: Getty Images
Eftir klukkutíma tæpan verður flautað til leiks í fyrri undanúrslitaviðureign enska bikarsins.

Chelsea og Manchester City eigast við í stórleik á Wembley. Sigurliðið í þessum leik mætir annað hvort Leicester eða Southampton í úrslitum bikarsins.

Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic er ekki með Chelsea í leiknum en hann meiddist aftan í læri á æfingu. Þá er varnarmaðurinn Andreas Christensen einnig á meiðslalista Chelsea.

Sergio Aguero hefur verið fjarri góðu gamni í tveimur síðustu leikjum Manchester City og er einnig fjarverandi í dag. Hann er að glíma við meiðsli í kálfa.

Pep Guardiola gerir átta breytingar frá sigrinum á Borussia Dortmund á miðvikudag. Aðeins Ruben Dias, Rodri og Kevin de Bruyne halda sæti sínu í liðinu.

Chelsea spilaði við Porto í Meistaradeildinni á þriðjudag. Frá þeim leik gerir Thomas Tuchel þrjár breytingar. Kepa byrjar í markinu, Hakim Ziyech kemur inn fyrir Kai Havertz og Timo Werner fyrir Christian Pulisic.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Thiago Silva, Rudiger, James, Jorginho, Kante, Chilwell, Ziyech, Werner, Mount.
(Varamenn: Caballero, Alonso, Emerson, Zouma, Gilmour, Havertz, Hudson-Odoi, Pulisic, Giroud)

Byrjunarlið Man City: Steffen, Cancelo, Dias, Laporte, Mendy, Rodrigo, Fernandinho, De Bruyne, Torres, Sterling, Jesus.
(Varamenn: Ederson, Walker, Stones, Ake, Gundogan, Zinchenko, Bernardo, Mahrez, Foden)
Athugasemdir
banner
banner
banner