Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dauðariðillinn og auðveldasti riðill sem Ísland gæti fengið
Icelandair
Fyrir vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á dögunum.
Fyrir vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á dögunum.
Mynd: Getty Images
Þýskaland er með sterkasta lið Evrópu þessa stundina samkvæmt heimslista FIFA.
Þýskaland er með sterkasta lið Evrópu þessa stundina samkvæmt heimslista FIFA.
Mynd: Getty Images
Það er ljóst hvaða 16 þjóðir taka þátt á EM kvenna á Englandi á næsta ári.

Rússland, Sviss og Norður Írland tryggðu sér síðustu þrjú sætin í lokakeppninni með sigrum í umspilinu. Rússar mættu Portúgal, Sviss lék gegn Tékklandi og Norður Írland, sem er að fara á sitt fyrsta stórmót kvennamegin, vann góðan sigur gegn Úkraínu.

Ísland hafði þegar tryggt sér sæti á mótinu með því að vera með einn besta árangur liða í 2. sæti síns riðils.

Drátturinn fyrir lokakeppnina fer fram þann 28. október í Manchester, Englandi.

Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður. Erfiðasti riðill sem Ísland getur mögulega fengið - ef miðað er við heimslista FIFA - er svona:

Þýskaland - Svíþjóð - Danmörk - Ísland

Auðveldasti riðill sem Ísland getur fengið er svona:

England - Ítalía - Austurríki - Ísland

Styrkleikaflokkarnir:

Flokkur 1: England, Frakkland, Holland og Þýskaland.

Flokkur 2: Ítalía, Noregur, Spánn og Svíþjóð.

Flokkur 3: Austurríki, Belgía, Danmörk og Sviss.

Flokkur 4: Finnland, Ísland, Norður-Írland og Rússland.
Athugasemdir
banner
banner
banner