lau 17. apríl 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félag Beckham braut 'Beckham regluna'
Blaise Matuidi.
Blaise Matuidi.
Mynd: Getty Images
Inter Miami braut reglur MLS-deildarinnar með kaupum á Blaise Matuidi frá Juventus á síðasta ári.

Matuidi, sem er 34 ára gamall, var með betri miðjumönnum Evrópu áður en hann ákvað að ganga til liðs við Inter Miami á frjálsri sölu síðasta sumar.

Inter Miami braut skráningareglur og reglur um launaþak í deildinni. Hvert félag í MLS-deildinni má mest hafa þrjá stjörnuleikmenn í hópnum, það er að segja leikmenn sem eru í hæsta launaflokki. Hann var ekki skráður í þann flok

Reglan um þrjá stjörnuleikmenn var kynnt árið 2007 þegar David Beckham kom í deildina. Beckham á núna hlut í Inter Miami. Félag hans braut regluna sem er þekkt sem 'Beckham reglan'.

Ekki hefur verið tilkynnt um sekt en það verður gert von bráðar. Inter Miami er núna með þrjá stjörnuleikmenn; það eru Matuidi, Gonzalo Higuain og Rodolfo Pizarro.
Athugasemdir
banner
banner
banner