Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. apríl 2021 22:15
Victor Pálsson
Guardiola: Ekki hægt að segja að við séum ekki að fylgjast með
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, neitar því að hans menn hafi misst augun af boltanum í dag í 1-0 tapi gegn Chelsea.

Guardiola og hans menn spiluðu við Dortmund fyrir minna en 72 klukkutímum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið er komið í undanúrslitin eftir sigur þar.

Man City hefur oft spilað betur en í kvöld en Chelsea vann leikinn 1-0 með marki Hakim Ziyech.

Man City á eftir að spila úrslitaleik deildabikarsins gegn Tottenham en er nú úr leik í enska bikarnum.

„Hvað get ég sagt? Við fengum tvo og hálfan dag til að ná okkur og spila á útivelli og ferðast. Við vorum í lestinni í þrjá klukkutíma með klukkutíma stoppi," sagði Guardiola.

„Allir sem spiluðu áttu skilið að spila, ekki segja að við séum ekki að fylgjast með þegar þetta lið hefur komist í fjögur úrslit í röð í deildabikarnum."

„Þú kemst ekki í undanúrslit bikarsins eða í fjóra úrslitaleiki í röð ef þú ert ekki að fylgjast með."
Athugasemdir
banner
banner
banner