fim 17. maí 2018 12:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 7. sæti: Burnley
Sean Dyche er knattspyrnustjóri Burnley.
Sean Dyche er knattspyrnustjóri Burnley.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg var einn af bestu leikmönnum tímabilsins hjá Burnley.
Jóhann Berg var einn af bestu leikmönnum tímabilsins hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
James Tarkowski er mikilvægur í vörn Burnley.
James Tarkowski er mikilvægur í vörn Burnley.
Mynd: Getty Images
Chris Wood var markahæstur hjá Burnley, skoraði tíu mörk.
Chris Wood var markahæstur hjá Burnley, skoraði tíu mörk.
Mynd: Getty Images
Nick Pope átt flott tímabil í markinu hjá Burnley.
Nick Pope átt flott tímabil í markinu hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Burnley í vetur.

Það voru margir sem spáðu Burnley í neðri hluta deildarinnar fyrir tímabilið, þeir gerðu hins vegar gott betur en það og náðu í Evrópusæti.

Fyrsti leikur Burnley á tímabilinu var á Stamford Bridge þar sem þeir unnu óvænt, 2-3. Liðið vann níu leiki fyrir áramót og gerði sjö jafntefli og var því með 34 stig þegar árið 2018 gekk í garð.

Þann 12. desember sigraði Burnley, Stoke City 1-0 eftir þennan leik tókst liðinu ekki að vinna leik fyrr en í byrjun mars en þá lagði Jóhann Berg Guðmundsson upp sigurmark Burnley gegn Everton. Eftir þetta komu fjórir sigurleikir í röð.

Niðurstaðan er því sú að Burnley endar í 7. sæti sem gaf Evrópusæti í ár og Sean Dyche á mikið hrós skilið fyrir hversu langt hann náði að koma Burnley á þessu tímabili.

Besti leikmaður Burnley á tímabilinu:
James Tarkowski algjör lykilmaður í vörn Burnley sem hélt markinu hreinu tólf sinnum á tímabilinu, hann fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Chris Wood - 10 mörk
Ashley Barnes - 9 mörk
Sam Vokes - 4 mörk
Scott Arfield - 2 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - 2 mörk
Jack Cork - 2 mörk
Jeff Hendrick - 2 mörk
Robbie Brady - 1 mark
Steven Defour - 1 mark
Kevin Long - 1 mark
Stephen Ward - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Jóhann Berg Guðmundsson - 8 stoðsendingar
Matthew Lowton - 3 stoðsendingar
Robbie Brady - 2 stoðsendingar
Jeff Hendrick - 2 stoðsendingar
Aaron Lennon - 2 stoðsendingar
Kevin Long - 2 stoðsendingar
Scott Arfield - 1 stoðsending
Jack Cork - 1 stoðsending
Steven Defour - 1 stoðsending
Sam Vokes - 1 stoðsending
Stephen Ward - 1 stoðsending
Chris Wood - 1 stoðsending
Ashley Westwood - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Jack Cork - 38 leikir
Ashley Barnes - 36 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - 35 leikir
Nick Pope - 35 leikir
Jeff Hendrick - 34 leikir
James Tarkowski - 31 leikur
Sam Vokes - 30 leikir
Ben Mee - 29 leikir
Stephen Ward - 28 leikir
Matthew Lowton - 26 leikir
Steven Defour - 24 leikir
Chris Wood - 24 leikir
Ashley Westwood - 19 leikir
Scott Arfield - 18 leikir
Kevin Long - 16 leikir
Robbie Brady - 15 leikir
Aaron Lennon - 14 leikir
Phil Bardsley - 13 leikir
Charlie Taylor - 11 leikir
Nahki Wells - 9 leikir
Georges-Kevin Nkoudou - 8 leikir
Tom Heaton - 4 leikir
Jonathan Walters - 3 leikir
Dwight McNeil - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Burnley var ein af þeim bestu á tímabilinu, þeir fengu á sig 39 mörk. Í fyrra fengu þeir 55 mörk á sig svo þetta er mikil bæting frá því í fyrra.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörðurinn Nick Pope fékk flest stig leikmanna Burnley í vetur, hann fékk 152 stig. Sá sem var næstur á eftir honum var Jóhann Berg Guðmundsson sem lagði upp átta og skoraði tvö í vetur, hann fékk alls 117 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Burnley á tímabilinu
Fótbolti.net spáði því að Burnley myndi rétt sleppa við fall, þeim var spáð 17. sæti en eins og fyrr segir þá gerðu þeir mun betur en það og enduðu í 7. sæti og náðu þar með í Evrópusæti.

Spáin fyrir enska - 17. sæti: Burnley

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Burnley á tímabilinu
England: Titilvörn Chelsea hófst á tapi
Dyche: Dómarinn var frábær í dag
Dyche: Mættum hingað til að verjast
England: Jói Berg skoraði í dramatísku tapi gegn Liverpool
England: Jóhann Berg bjargaði stigi gegn Man City
Sjáðu markið: Jóhann Berg skoraði gegn toppliðinu
Jóhann Berg: Gott að fá mark
Enginn leikmaður Burnley kemur að fleiri mörkum en Jói Berg

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Everton
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner