fim 17. maí 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stórleikir í beinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru afar spennandi leikir á dagskrá í Pepsi-deildinni í kvöld þar sem sýnt verður beint frá tveimur stórleikjum.

FH tekur á móti KA í Kaplakrika áður en KR fær topplið Blika í heimsókn í Vesturbæinn.

Blikar eru með fullt hús stiga en í öðru sæti kemur FH með sex stig eftir þrjár umferðir. KR og KA eru með fjögur stig.

Nýliðar Fylkis og Keflavíkur eiga spennandi heimaleiki við ÍBV og Fjölni sem hafa ekki farið sérstaklega vel af stað í sumar.

ÍA tekur á móti ÍR í Inkasso-deild kvenna og þá á Kári leik við Gróttu og Leiknir F. mætir Hugin í 2. deild karla.

Pepsi-deild karla
18:00 Fylkir-ÍBV (Egilshöll)
18:00 FH-KA (Stöð 2 Sport 3 - Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn)
19:15 KR-Breiðablik (Stöð 2 Sport 2 - Alvogenvöllurinn)

Inkasso-deild kvenna
20:00 ÍA-ÍR (Norðurálsvöllurinn)

2. deild karla
18:00 Kári-Grótta (Akraneshöllin)
19:15 Leiknir F.-Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner