Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. maí 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Klopp sagði Alexander-Arnold frá HM valinu
Trent Alexander-Arnold á sprettinum.
Trent Alexander-Arnold á sprettinum.
Mynd: Getty Images
„Þetta er heiður og ég er spenntur og gríðarlega stoltur," segir Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool en hann var í gær valinn í landsliðshóp Englands fyrir HM.

Alexander-Arnold er 19 ára gamall en hann hefur ekki ennþá spilað sinn fyrsta landsleik. Hann fékk fréttirnar af landsliðsvalinu í gærmorgun þegar Liverpool lenti á Marbella þar sem liðið er í æfingabúðum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Það var ótrúlegt að komast að því að ég sé á leið á HM, sérstaklega þegar ég er svona ungur. Þetta kórónar mjög gott tímabil hjá mér," sagði Alexander-Arnold.

„Ég komst að þessu í morgun (í gær) þegar við vorum að fara til Marbella. Stjórinn (Jurgen Klopp) kom og ræddi við mig þegar við vorum á leið í flugvélina."

„Hann spurði hvort ég vissi eitthvað um hópinn. Ég sagði 'nei' og hann sagði 'Ertu með einhver plön í kringum HM?.' Ég sagði 'Nei, nei, ekkert sumarfrí planað eða slíkt."

„Þá sagði hann við mig 'Gott...þú et í hópnum!' Þetta var augnablik sem ég er mjög stoltur af. Það var gaman að stjórinn sagði mér þetta fyrir hönd enska landsliðsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner