Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 17. maí 2018 16:05
Elvar Geir Magnússon
Moore verður áfram með West Brom
Darren Moore.
Darren Moore.
Mynd: Getty Images
Hinn vöðvastælti Darren Moore verður knattspyrnustjóri West Bromwich Albion áfram. Hann fær nýjan samning eftir velgengni sína sem bráðabirgðastjóri.

Moore tók við West Brom þegar Alan Pardew var rekinn, undir hans stjórn vann liðið þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í fimm leikjum. West Brom átti óvænt von í lokin um að bjarga sér frá falli.

Liðið náði þó ekki að bjarga sér og spilar í Championsip-deildinni á næsta tímabili,

Moore er 44 ára fyrrum varnarmaður en hann hefur starfað við þjálfun hjá West Brom í mörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner