Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 17. maí 2018 14:12
Elvar Geir Magnússon
Nýtt matartorg á heimaleikjum KR
KR-ingar bæta umgjörðina á heimaleikjum sínum.
KR-ingar bæta umgjörðina á heimaleikjum sínum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Félögin á Íslandi hafa mörg verið með átak í að bæta umgjörð á heimaleikjum sínum.

Uppfært: Fyrsti heimaleikur KR er á Alvogenvellinum annað kvöld en þá mætir topplið Breiðabliks í Vesturbæinn.

KR ætlar að efla umgjörðina fyrir heimaleiki í sumar en meðal nýjunga er Matartorg þar sem boðið verður upp á fjölbreyttar veitingar og drykki. Matartorgið verður staðsett fyrir framan félagsheimili KR og samkvæmt fréttatilkynningu er stefnan að breyta reglulega til hvað veitingar varðar svo að stuðningsmenn mæti snemma, næri líkama og sál með mat og drykk og horfi svo á skemmtilegan fótboltaleik.

Einnig verður seldur KR-varningur á Matartorginu og það er aldrei að vita nema skemmtilegar uppákomu verði þar fyrir leiki í sumar.

Þá er unnið að því að bæta umgjörðina fyrir fjölskyldufólk hvað varðar afþreyingu og svæði þar sem börn á öllum aldri geti unað sér á meðan á leik stendur.

Þá er rétt að benda á að hægt er að kaupa miða á leiki KR á netinu, www.kr.is/midasala, en þá þarf fólk ekki að standa í biðröð í miðasölunni. Miðinn berst viðkomandi sem tölvupóstur sem hægt er að framvísa við innganginn.

„Við vonumst til að stuðningsmenn allra liða taki þessum nýjungum fagnandi, mæti fyrr á völlinn og styðji við bakið á sínu liði," segir í tilkynningu KR.


Í kvöld fimmtudag:
18:00 FH - KA
18:00 Fylkir - ÍBV
19:15 Keflavík - Fjölnir
19:15 KR - Breiðablik

Á morgun föstudag:
19:15 Valur - Stjarnan
19:15 Víkingur - Grindavík
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner