fim 17. maí 2018 08:50
Magnús Már Einarsson
Sandro og Vrsaljko til Man Utd?
Powerade
Vrsaljko er á óskalista Man Utd.
Vrsaljko er á óskalista Man Utd.
Mynd: Getty Images
Arsena vill fá Jonny Evans.
Arsena vill fá Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði fyrir sumarið. Kíkjum á hvaða slúðursögur eru þar í dag.



West Ham ætlar að reyna að fá Rafael Benítez, stjóra Newcastle, til að taka við stjórnartaumunum. Paulo Fonseca hjá Shakhtar Donetsk kemur líka til greina. (Mirror)

West Ham vill ræða við Manuel Pellegrini, fyrrum stjóra City, en Fonseca ku hafa afþakkað að taka við starfinu. (Guardian)

Óvíst er hvort Wayne Rooney (32) fari frá Everton til DC United eftir að Sam Allardyce var rekinn. Rooney vill ræða við nýjan stjóra Everton áður en hann tekur ákvörðun. (Sun)

Manchester United er nálægt því að kaupa vinstri bakvörðinn Alex Sandro (27) frá Juventus á 43,7 milljónir punda. Matteo Darmian (28) fer til Juventus sem hluti af félagaskiptunum. (Football Italia)

Sime Vrsaljko (26), varnarmaður Atletico Madrid og króatíska landsliðsins, er einnig orðaður við Manchester United en enska félagið gæti keypt hann á 30 milljónir punda. (Mail)

Wolves og Mónakó vilja fá Andre Silva (22) framherja AC MIlan. (Sky Sport Italy)

Mauricio Pochettino ætlar að stýra Tottenham í að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót en hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Sun)

Luis Enrique gæti tekið við Chelsea þar sem útlit er fyrir að Maurizio Sarri geri nýjan samning við Napoli í stað þess að taka við enska félaginu. (Telegraph)

Pep Guardiola reiknar með að kaupa bara tvo nýja leikmenn til Manchester City í sumar. (Express)

Leicester er nálægt því að kaupa hægri bakvörðinn Ricardo Pereira (24) frá Porto á 25 milljónir punda. (Telegraph)

Arsenal hefur ákveðið að reyna að fá gríska varnarmanninn Sokratis Papastathopoulos (29) frá Borussia Dortmund á 17,5 milljónir punda. Arsenal hætti við að fá tyrkneska varnarmanninn Caglar Soyuncu frá Freiburg eftir að þýska félagið óskaði eftir 35 milljónum punda fyrir hann. (Mail)

Arsenal hefur áhuga á að fá Jonny Evans (30) á þrjár milljónir punda frá WBA. (Mirror)

Kevin Wimmer (25) varnarmaður Stoke er í viðræðum við þýska félagið Hannover. Wimmer kom til Stoke frá Tottenham á 18 milljónir punda í fyrrasumar en spilaði lítið þegar liðið féll. (Mail)

Abel Hernandez (27) framherji Hull er mögulega á leið til Leeds þegar samningur hans rennur út í sumar. (Yorshire Evening Post)

Manchester United og Liverpool eru á meðal 24 liða sem verður boðið að taka þátt í 24 liða keppni HM félagsliða. Keppnin á að fara fram 2021 og á fjögurra ára fresti eftir það. (The TImes)

Eden Hazard (27) vill sjá hvað Chelsea gerir á leikmannamarkaðinum áður en hann ákveður hvort hann geri nýjan samning. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner