Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. maí 2019 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Midtjylland bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni
Hjörtur í leik með Bröndby í apríl.
Hjörtur í leik með Bröndby í apríl.
Mynd: Getty Images
Bröndby 1-1 Midtjylland
0-1 Kian Hansen ('6)
1-1 Dominik Kaiser ('21)
4-5 eftir vítaspyrnukeppni

Bröndby mætti í dag Midtjylland í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar á Parken í Kaupmannahöfn. Bröndby varð bikarmeistari í fyrra og gat því unnið annað árið í röð.

Hjörtur Hermannsson er leikmaður Bröndby og var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðverðinum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru lið frá Þýskalandi og Austurriki með útsendara á vellinum að fylgjast með Hirti.

Kian Hansen kom Midtjylland yfir strax á sjöttu mínútu leiksins. Boltinn barst á hann eftir frákast og náði hann lausu skoti sem fór í stöngina og inn.

Korteri seinna jafnaði Bröndby leikinn. Kamil Wilczek átti sendingu á Dominik Kaiser inn í vítateig Midtjylland. Kaiser kláraði með góðu skoti upp í þaknetið. Staðan var jöfn í hálfleik og einnig eftir venjulegan leiktíma. Midtjylland var líklegra liðið til þess að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma.

Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn í framlengingunni en tókst ekki að skora og því varð að útkljá sigurvegara með vítaspyrnukeppni.

Markaskorari Bröndby, Dominik Kaiser, tók fyrstu spyrnu keppninnar en tókst ekki að skora. Skorað var úr næstu tveimur spyrnum en Midtjylland klúðraði annari spyrnu sinni og þar með var staðan aftur jöfn.

Liðin skoruðu úr næstu spyrnum sínum en Bröndby klikkaði á fjórðu spyrnu sinni á meðan Midtjylland skoraði úr sinni fjórðu. Bröndby skoraði úr sinni fimmtu spyrnu.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, tók síðustu spyrnu Midtjylland og skoraði. Sú spyrna tryggði Midjylland danska bikarmeistaratitilinn.






Athugasemdir
banner
banner