fös 17. maí 2019 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Charlton í úrslit umspilsins eftir vítaspyrnukeppni
Charlton í úrslitaeinvígið. Mikill fögnuður í leikslok.
Charlton í úrslitaeinvígið. Mikill fögnuður í leikslok.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Doncaster fögnuðu þremur mörkum í dag en duttu svo út í vítspyrnukeppni.
Leikmenn Doncaster fögnuðu þremur mörkum í dag en duttu svo út í vítspyrnukeppni.
Mynd: Getty Images
Charlton (4)2-3(4) Doncaster eftir framlengingu
1-0 K. Bielik ('2)
1-1 T. Rowe ('11)
1-2 A. Butler ('88)
1-3 J. Marquis ('100)
2-3 D. Pratley ('101)
8-7 samanlagt eftir vítaspyrnukeppni

Charlton tók á móti Doncaster í seinni leik liðanna í undanúrslitaeinvígi um það hvaða lið mætir Sunderland í úrslitaleik. Þar verður spilað um hvaða lið fer upp sem þriðja liðið í ensku Championship deildina.

Charlton vann fyrri leik liðanna 2-1 á útivelli.

Krystian Bielik kom Charlton yfir í kvöld eftir undirbúning frá Josh Cullen strax á annari mínútu. Doncaster svaraði tæpum tíu mínútum seinna þegar Tommy Rowe skoraði eftir undirbúning frá Herbie Kane. 1-1 var staðan í hálfleik.

Allt virtist stefna í sigur Charlton í einvíginu en Andy Butler jafnaði stöðuna í einvíginu með marki á 88. mínútu eftir undirbúning frá Alistair Crawford. Þannig var staðan í leikslok og því þurfti að framlengja.

John Marquis kom Doncaster yfir á 10. mínútu framlenginarinnar og mínútu seinna jafnaði Darren Pratley fyrir Charlton. Fleiri urðu mörkin ekki í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum sínum og Charlton skoraði einnig úr fjórðu spyrnu sinni. John Marquis, markaskorari Doncaster í framlengingunni klúðraði á fjórðu spyrnu Doncaster. Charlton nýtti ekki tækifærið sitt á sigri því fimmta spyrna liðsins fór forgörðum.

Tommy Rowe gat jafnað keppnina með fimmtu spyrnu sinni en aftur klúðraði markaskorari í leiknum vítaspyrnu fyrir Doncaster. Þetta klúður þýðir að Charlton er komið áfram í úrslitaeinvígi í umspilinu um sæti í Championship deildinni.

Charlton mætir Sunderland á Wembley þann 26. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner