Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. maí 2019 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd búið að hafa samband við Fulham vegna Sessegnon
Longstaff einnig undir smásjánni
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur haft samband við Fulham. United hefur áhuga á að kaupa Ryan Sessegnon frá Fulham.

Sessegnon, sem verður nítján ára á morgun, getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og kantmaður. Hann er sagður hafa lítinn áhuga á því að spila aftur í ensku Championship deildinni en Fulham féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, ætlar sér að styrkja sitt lið með ungum og spennandi leikmönnum og Sessegnon passar inn í þann ramma.

Tottenham og Juventus hafa einnig áhuga á leikmanninum en United er eina liðið sem hefur haft samband á þessum tímapunkti.

Samkvæmt heimildum Sky Sports News eru menn hjá Fulham sammála um að þetta sé réttur tímapunktur að láta Sessegnon fara. Leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Fulham.

United hefur einnig sýnt Sean Longstaff, leikmanni Newcastle, áhuga. Longstaff er 21 árs og spilar sem miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner