Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. maí 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Sindri Snær vonast til að ná næsta leik
Sindri Snær í leik með ÍBV síðasta sumar.
Sindri Snær í leik með ÍBV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sindri Snær Magnússon fyrirliði ÍBV hefur ekkert leikið með ÍBV frá því í 1. umferðinni í Pepsi Max-deildinni.

Sindri Snær meiddist á hné á æfingu í byrjun mánaðarins og hefur verið að jafna sig á þeim meiðslum síðan.

„Ég fékk yfirréttu á hné á æfingu. Þetta var mjög furðulegt. Ég fór í myndatöku og þetta kom vel út," sagði Sindri sem virðist hafa tognað á hné.

Fyrirliðinn vonast til að ná næsta leik með ÍBV sem er gegn Víkingi á sunnudaginn næstkomandi í Vestmannaeyjum.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik liða sem eru bæði án sigurs og sitja á botni deildarinnar.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner