banner
   fös 17. maí 2019 14:19
Elvar Geir Magnússon
Valinn í spænska landsliðið eftir að hafa gengist undir ellefu aðgerðir
Santi Cazorla.
Santi Cazorla.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur verið valinn í spænska landsliðið í fyrsta sinn síðan 2015 en hann hefur síðan þá gengist undir ellefu aðgerðir.

Cazorla, sem er 34 ára, var utan vallar í 668 daga á tveggja ára tímabili þar sem hann fór í aðgerð á hné, fæti og ökkla.

Cazorla var næstum búinn að missa fótinn eftir eina aðgerðina.

Spánn mætir Færeyjum í Þórshöfn þann 7. júní og Svíþjóð þremur dögum síðar á heimavelli. Leikirnir eru í undankeppni EM 2020.

Cazorla hefur skorað 14 mörk í 77 landsleikjum fyrir Spán. Hann gekk í raðir Villarreal á frjálsri sölu frá Arsenal í júlí 2018 og hjálpaði hann liðinu að forðast fall úr La Liga á þessu tímabili. Hann hefur skorað fjögur mörk og átt tíu stoðsendingar. Hann hefur aðeins misst af þremur af 37 deildarleikjum.

Spænski hópurinn:

Markverðir: David de Gea (Manchester United), Kepa Arrizabalaga (Chelsea), Pau Lopez (Real Betis).

Varnarmenn: Dani Carvajal (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Mario Hermoso (Espanyol), Diego Llorente (Real Sociedad), Inigo Martinez (Athletic Bilbao), Jordi Alba (Barcelona), Sergi Roberto (Barcelona), Jose Gaya (Valencia), Jesus Navas (Sevilla).

Miðjumenn: Sergio Busquets (Barcelona), Rodrigo Hernandez (Atletico Madrid), Dani Parejo (Valencia), Isco (Real Madrid), Fabian Ruiz (Napoli), Santi Cazorla (Villarreal).

Sóknarmenn: Mikel Oyarzabal (Real Sociedad), Rodrigo Moreno (Valencia), Marco Asensio (Real Madrid), Iago Aspas (Celta), Alvaro Morata (Atletico Madrid).
Athugasemdir
banner
banner
banner