Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Elfa Arnardóttir.
Katrín Elfa Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sonný Lára Þráinsdóttir hefur verið aðalmarkvörður Breiðablisk undanfarin ár. Hún á að baki 182 leiki í efstu deild á Íslandi og í B-deild lék hún 64 leiki með Fjölni og skoraði þar fimm mörk.

Sonný hefur leikið með Blikum, Fjölni, Aftureldingu/Fjölni og Haukum á sínum meistaraflokksferli. Sonný á að baki sjö A-landsliðsleiki og tíu Evrópuleiki. Sonný sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Sonný Lára Þráinsdóttir

Gælunafn: ekkert, sumir halda að Sonný sé gælunafn.

Aldur: 33 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: það var árið 2002.

Uppáhalds drykkur: sykurskert Kókómjólk.

Uppáhalds matsölustaður: XO er góður.

Hvernig bíl áttu: Geggjaðan Hyundai Getz!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Þessa stundina er það Heima með Helga og Survivor season 40.

Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur, en ég elska Íslenska tónlist og sérstaklega þessi gömlu góðu.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ég hef mjög gaman af tríóinu í FM95Blö.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, þrist og lúxussósu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pöntun þín er tilbúin. Vöruafhending í dag til 18.00.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Manchester City.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: þær eru nokkrar en brasilíska Marta kemur upp í hugann, hún var góð.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini og Óli P. Verð að nefna Andrés Ellert líka.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þoli ekki leikmenn sem tuða endalaust og væla í dómurunum!

Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Þór/KA á Akureyri sumarið 2015, tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn og rútuferðin í bæinn gleymist seint!

Mestu vonbrigðin: útileikurinn á móti Stjörnunni 2016 - það var algjört bíó!

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Húmoristann Katrínu Elfu úr Fjölni.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Þær eru nokkrar mjög efnilegar, reyndar bara orðnar mjög góðar en ég ætla að segja Áslaug Munda og Karó.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þeir eru nokkrir.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiðdís Lillíar og Elín Metta mega eiga þetta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: C. Ronaldo, en David Beckham var samt bestur og með geggjaðan hægri fót!

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Flest allar á föstu en ég held að Hildur Þóra og Sóley séu lúmskar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Grafarvogslaug á sólríkum sumardegi.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að keppa árið 2007, mikill meðvindur í bakið, ég gríp boltann eftir hornspyrnu og þjálfarinn kallar „SKJÓTTU!” ég reyndi… skoraði ekki…

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist mikið með íþróttum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku.

Vandræðalegasta augnablik: man nú ekki eftir neinu sem tengist boltanum en þegar ég var í spænskuskóla á Spáni þá vorum við að læra lýsingarorð í einum tímanum, svo ákvað kennarinn að fara hringinn og allir áttu að segja eitt lýsingarorð um næsta mann. Ég stressaðist öll upp og svo kom að mér, ég sagði bara eitthvað orð sem var þarna á töflunni en óheppilegt að það þýddi „ljót/ur„… vinkona mín sem var með mér sprakk úr hlátri ásamt nokkrum samnemendum og svipurinn sem kom á kennarann… ég baðst svo bara afsökunar, ég hafði ekki hugmynd um hvað orðið þýddi! en þetta endaði allt vel, en þetta var mjög vandræðalegt!

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Berglindi Björg, Hildi Antons og Rakel Hönnu. Það yrði mikið stuð á þeirri eyju…

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef lokið fyrsta stigi á fiðlu, en fiðlan fór fljótt á hilluna þegar pabbi stakk upp á því að ég myndi skipta yfir á selló. Þá bara hætti ég og fór í handbolta.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þær eru nú nokkrar sko en Rakel Hönnu er ein af þeim sem kom mér á óvart, gæðablóð og góð stelpa.

Hverju laugstu síðast: ég er mjög hreinskilin og er mjög léleg að ljúga svo ég man það ekki!

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: skokka hringi í byrjun æfingar, færa mörk og leita að boltum eftir æfingu.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Skólinn er bara á fullu nema það er bara rafræn kennsla, þannig maður „mætir„ í skólann og svo bara æfingar sem maður þarf að gera sjálfur og ég reyni að gera það í hádeginu og seinni partinn. Á kvöldin er það svo bara lærdómur og almenn slökun.
Athugasemdir
banner
banner
banner