Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. maí 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lacazette tók hláturgas og dreyfði myndbandinu
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir að enskir fjölmiðlar birtu myndband af honum anda að sér því sem virðist vera hláturgas.

Daily Star birti myndbandið af Lacazette. Hann tók það sjálfur upp og sendi til vina sinna. Hann sagðist vera 'heima slakur að taka inn blöðrur'.

Í myndbandinu sést Lacazette anda að sér gasi úr blöðru, loka augunum og slaka á í sófa.

Þetta atvik kemur aðeins einu og hálfu ári eftir að myndband var birt af leikmönnum Arsenal að taka inn hláturgas. Þar var Lacazette ásamt Mesut Özil, Pierre-Emerick Aubameyang og fleirum. Leikmenn fengu aðvörun frá félaginu fyrir hegðun sína þá.

Hláturgas er notað sem verkjalyf hjá tannlæknum og getur leitt til súrefnisskorts. Gasið er ekki ólöglegt á Englandi nema fyrir fólk undir lögaldri.

Hvorki Arsenal né Lacazette vilja tjá sig um málið að svo stöddu.

Lacazette, sem á bráðum 29 ára afmæli, hefur skorað 45 mörk í 114 leikjum hjá Arsenal.

Myndbandið er hægt að sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner