Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 11:04
Ívan Guðjón Baldursson
Malmö leitar að nýjum stað fyrir styttu Zlatan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Malmö voru ekki sérlega hressir þegar Zlatan Ibrahimovic keypti hlut í sænska félaginu Hammarby í fyrra.

Þeir kölluðu Zlatan svikara og lögðu mikinn metnað í að eyðileggja þriggja metra háa styttu af honum sem hafði verið reist fyrir utan leikvang félagsins.

Þeir gerðu allt til að eyðileggja styttuna og eftir margar tilraunir tókst þeim loks að fella styttuna skömmu eftir síðustu áramót.

Zlatan lék ekki fyrir Malmö nema í tvö ár og eru stuðningsmenn félagsins ósáttir með að honum sé gefið svona mikið mikilvægi. Styttan fékk þó að standa óáreitt þar til Zlatan keypti hlut í Hammarby, keppinauti Malmö í sænsku toppbaráttunni, og sagðist ætla að gera félagið að því besta í Svíþjóð.

Borgarráð Malmö, sem er þriðja stærsta borg Svíþjóðar, veit þó ekki hvar er best að koma styttunni fyrir og hefur beðið knattspyrnufélagið Malmö FF um ráðleggingar.

Styttan ætti því að vera áfram í Malmö. Hún verður þó færð á nýjan stað, væntanlega þangað sem almenningur nær ekki til.

Styttan er gerð úr bronsi og vegur 500kg. Hún er þriggja metra há og kostaði næstum einn milljarð íslenskra króna í framleiðslu fyrir sænska knattspyrnusambandið. Borgin (Malmö) borgar fyrir allt viðhald á styttunni.

Eftir að styttan var felld í byrjun janúar var hún fjarlægð til að hægt væri að gera við hana. Ekki hefur verið gefið upp hvar styttan er, annars væri hægt að búast við reiðum stuðningsmönnum Malmö þangað til að ljúka ætlunarverki sínu og gera út um styttuna.

Einhverjir hafa stungið upp á því að styttan verði færð til Stokkhólmar í ljósi þess að Zlatan er nú meðal eigenda Hammarby. Henni gæti verið komið fyrir fyrir utan höfuðstöðvar sænska knattspyrnusambandsins.

Sjá einnig:
Mikil ólga og reiði í Malmö eftir fréttirnar af Zlatan
Klósettseta hengd á Zlatan styttuna
Kveikt í styttunni af Zlatan í Malmö
Framkvæmdastjóri Malmö ver Zlatan: Samband okkar er náið
Skemmdarvargar skrifuðu Júdas á hús Zlatan
Reyndu að saga fæturna af styttu Zlatan
Mynd: Stytta Zlatan ekki látin í fridi - Nefið sagað af
Styttan af Zlatan í Malmö felld
Styttan af Zlatan loks fjarlægð
Athugasemdir
banner
banner