Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 17. maí 2020 11:36
Ívan Guðjón Baldursson
Roma gæti neyðst til að selja Pellegrini og Zaniolo í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slæmt fjármálaástand gæti leitt til þess að Nicolò Zaniolo og Lorenzo Pellegrini verði seldir frá AS Roma í sumar.

Zaniolo er var metinn á 50 milljónir evra fyrir kórónuveiruna og þá er Pellegrini með 30 milljón evra söluákvæði í samningi sínum.

Þeir eiga báðir afmæli í sumar, þar sem Zaniolo verður 21 árs og Pellegrini 24. Þá hafa þeir báðir spilað fyrir ítalska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur og hefur Roberto Mancini landsliðsþjálfari miklar mætur á þeim.

Báðir leika þeir sem miðjumenn þó Zaniolo sé fjölhæfari. Zaniolo er sóknarsinnaðari og getur einnig leikið á hægri kanti.

Roma er rekið með gríðarlega miklu tapi og var í viðræðum við tilvonandi kaupendur frá Bandaríkjunum þegar kórónuveiran skall á.

Roma staðfesti fyrr í vikunni að skuldir félagsins nema 278,5 milljónum evra, sem er næstum 60 milljóna aukning frá síðasta fjármálaári.

Ólíklegt er því að félagið geti verið að bæta mikið af nýjum leikmönnum við sig í sumar þrátt fyrir áhuga á lánsmönnunum sem eru hjá félaginu - Chris Smalling og Henrikh Mkhitaryan.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að félagið verði að selja nokkra af sínum lykilmönnum til að geta borgað niður hluta af láninu.

Roma er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, þremur stigum eftir Atalanta sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner