Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þeir 11 sem hafa spilað oftast með Fabregas á ferlinum - 5 spænskir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki langt síðan Mirror tók saman þá ellefu leikmenn sem Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, spilaði flesta leiki með á ferlinum.

Í gær var Cesc Fabregas, fyrrum miðjumaður Arsenal, Barcelona og Cheslsea, fyrir valinu. Fabregas er í dag á mála hjá Mónakó og hefur leikið 110 leiki með spænska landsliðinu. Hér að neðan eru þeir leikmenn sem Fabregas hefur oftast spilað með á ferlinum og innan sviga er fjöldi leikja.

Markvörður:
Thibaut Courtois (136)

Varnarlína frá hægri til vinstri:
Cesar Azpilicueta (186)
Kolo Toure (195)
Gary Cahill (150)
Gael Clichy (185)

Miðjumenn:
Sergio Busquets (173)
Xavi (164)
Andres Iniesta (185)
Willian (170)

Framherjar:
Robin van Persie (169)
Pedro (248)

Varamenn:
Jens Lehmann (133), Gerard Pique (149), Emmanuel Eboue (145), Alex Song (141), Gilberto Silva (127), Eden Hazard (161), Theo Walcott (127) og Lionel Messi (123)
Athugasemdir
banner
banner