Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. maí 2020 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Leverkusen óánægður með leikmenn Herthu Berlín
Peter Bosz
Peter Bosz
Mynd: Getty Images
Peter Bosz, þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi, var ekkert sérlega ánægður með leikmenn Herthu Berlín í 3-0 sigri liðsins á Hoffenheim í þýsku deildinni í gær.

Hertha Berlín keyrði yfir Hoffenheim í gær en þetta var fyrsti leikurinn í tvo mánuði eða frá því kórónaveiran fór að herja á alla Evrópu.

Deildin fékk græna ljósið á að hefja leik um helgina en það fór í taugarnar á Bosz hvernig leikmenn Herthu fögnuðu mörkunum.

Dedryck Boyata, varnarmaður Herthu, virtist þá kyssa Marko Grujic á kinnina.

„Við töluðum um tilfinningar og þær eru auðvitað partur af leiknum. Ég get skilið það að leikmenn Herthu vilji fagna því þegar þeir skora mörk en þeir geta ekki gert þetta á þennan hátt," sagði Bosz.

„Þeir gera þetta örugglega ekki næst en það er mikið af tilfinningum þegar það kemur að því að skora mörk og kannski hafa þeir gleymt sér en þetta má ekki. Þetta getur þó auðvitað gerst," sagði hann ennfremur.

Bruno Labbadia, þjálfari Herthu, fannst ekkert athugavert við fögnin þar sem fylgst er vel með leikmönnum. Þeir eru skoðaðir bak og fyrir og því er farið eftir öllum settum öryggisreglum.
Athugasemdir
banner