Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. maí 2020 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Köln tapaði niður tveggja marka forystu
Lánsmaður frá Liverpool kom Mainz til bjargar
Pierre Kunde og félagar fögnuðu jöfnunarmarkinu án þess að faðmast.
Pierre Kunde og félagar fögnuðu jöfnunarmarkinu án þess að faðmast.
Mynd: Getty Images
Köln 2 - 2 Mainz
1-0 Mark Uth ('6, víti)
2-0 Florian Kainz ('53)
2-1 Taiwo Awoniyi ('61)
2-2 Pierre Kunde Malong ('72)

FC Köln tók á móti Mainz í síðasta leik dagsins í þýska boltanum og úr varð spennandi slagur.

Mark Uth kom heimamönnum yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu eftir klaufalegan varnarleik gestanna.

Köln leiddi í hálfleik en gestirnir vöknuðu ekki til lífsins fyrr en Florian Kainz skoraði annað mark heimamanna og staðan orðin 2-0.

Skömmu síðar kom Taiwo Awoniyi, sem er hjá Mainz að láni frá Liverpool, inn af bekknum og minnkaði muninn með laglegu marki.

Tíu mínútum síðar tókst Pierre Kunde Malong að jafna leikinn fyrir gestina með laglegu einstaklingsframtaki sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Meira var ekki skorað og lokatölur urðu 2-2. Mainz er fjórum stigum frá fallsæti á meðan Köln siglir lygnan sjó, sex stigum þar fyrir ofan.

Leikurinn var sýndur beint á Viaplay.

Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner