sun 17. maí 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland kom í veg fyrir auglýsingasamning á treyjum Dalkurd
Kínverska fyrirtækið Huawei var stofnað 1987 og er meðal stærstu tæknifyrirtækja í heimi í dag.
Kínverska fyrirtækið Huawei var stofnað 1987 og er meðal stærstu tæknifyrirtækja í heimi í dag.
Mynd: Huawei pinterest
Ramazan Kizil, forseti Dalkurd sem leikur í sænsku B-deildinni, heldur því fram að tyrkneska ríkisstjórnin hafi komið í veg fyrir styrktarsamning félagsins við kínverska tæknirisann Huawei.

Dalkurd var stofnað af Kúrdum í Svíþjóð, en sjálfstæði Kúrdistan hefur ekki verið samþykkt. Kúrdistan er svæði sem nær yfir part af Tyrklandi, Sýrlandi, Íran og Írak.

Kúrdar hafa verið í harðri sjálfstæðisbaráttu síðustu áratugi og hafa verið í stríði við Tyrkland í rúmlega 40 ár.

„Tyrkland vill ekki að við mætum tyrknesku liði í Evrópukeppni og munu ekki leyfa neinu stórfyrirtæki að styrkja okkur. Fyrir tveimur árum gaf Huawei okkur 40 þúsund dollara fyrir að auglýsa sig á treyjunum okkar en nokkrum mánuðum síðar fengum við símtal frá fyrirtækinu," segir Kizil.

„Í símtalinu sögðu þeir: 'peningurinn er ykkar. Við ræddum málin við Tyrkland og þeir hótuðu að loka á alla okkar starfsemi í landinu ef við höldum áfram að styrkja ykkur'.

„Tyrkland samþykkir ekki Kúrda og mun aldrei hjálpa okkur. Tyrkneska ríkið vill ekki að við komumst í Evrópukeppni því þar gætum við mætt tyrkneskum andstæðingum. Ríkisstjórnin mun gera allt í sínu valdi til að stöðva okkur."


Dalkurd er eitt af nokkrum sænskum félögum sem voru stofnuð af innflytjendum.
Assyriska og Syrianska eru þekktust og hafa bæði spilað í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner