Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vaknaði úr dái eftir skilaboð frá Slaven Bilic
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Peter George, 65 ára gamall stuðningsmaður West Bromwich Albion, var lagður inn á spítala með kórónuveiruna og féll í dá 28. mars.

Tæpum tveimur vikum síðar var George enn í dái og ákvað eiginkona hans að biðja West Brom um aðstoð.

Félagið svaraði og sendi Slaven Bilic, knattspyrnustjóri félagsins, meðal annars myndband með skilaboðum um skjótan hvata. Chris Brunt og Bob Taylor, goðsagnir hjá West Brom, sendu George einnig skilaboð.

Skilaboðin voru spiluð fyrir George meðan hann lá á spítalanum og tók hann að hreyfa sig mikið í kjölfarið.

Eiginkona hans telur að þau hafi skipt sköpum ásamt tónlistinni sem hún og sonurinn spiluðu fyrir fjölskyldufaðirinn. Mestallt vinsæl fótboltalög tengd Englandi eða West brom.

„Hann byrjaði að sparka eftir að hafa hlustað á tónlistina. Kvöldið eftir spiluðum við skilaboðin frá Slaven og fyrrum leikmönnum og þá byrjaði hann að baða út höndunum svo mikið að þurfti að fjötra hann," segir Teresa George.

„Hann hefur haldið að hann væri á fótboltaleik."

George vaknaði úr dáinu og hefur verið afskrifaður af spítala. Nú tekur langt bataferli við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner