Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 18:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamsik skoraði stórkostlegt mark - Diljá vann í Íslendingaslag
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marik Hamsik skoraði stórkostlegt mark fyrir Gautaborg í jafntefli gegn Sirius í dag.

Hamsik, sem er fyrrum leikmaður Napoli, var að opna markareikning sinn. Hann smellhitti boltann fyrir utan teig en markið má sjá neðst í fréttinni.

Íslenski sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg. Kolbeinn hefur mikið verið að glíma við meiðsli frá EM 2016 en hann er búinn að spila mikið í upphafi tímabils sem er gleðiefni. Aron Bjarnason var ekki með Sirius í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan tímann þegar Norrköping tapaði 2-1 fyrir Varberg. Hinn 16 ára gamli Jóhannes Kristinn Bjarnason var í nítján manna leikmannahópi aðalliðsins í fyrsta sinn en hann var ekki á skýrslu í dag.

Óskar Sverrisson kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks hjá Häcken í 1-1 jafntefli við Mjällby. Valgeir Lunddal var ekki í hóp hjá Häcken í dag.

Diljá hafði betur gegn Guðrúnu
Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður undir lokin þegar sænsku meistararnir í Häcken unnu 1-4 sigur á Djurgården í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í vörn Djurgården í leiknum. Häcken er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig, fimm stigum á eftir Rosengård. Djurgården er í næst neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.

Frederik í markinu
Frederik Schram var í markinu hjá Lyngby er liðið tapaði 2-0 fyrir SönderjyskE í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var fyrsti deildarleikur Frederik á tímabilinu en hann er varamarkvörður Lyngby. Frederik var í HM-hópi Íslendinga 2018 en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan þá. Lyngby er á leið niður í B-deild.

Diego ónotaður varamaður
Á Spáni var bakvörðurinn Diego Jóhannesson ónotaður varamaður þegar Real Oviedo vann 1-0 sigur gegn Malaga í spænsku B-deildinni. Oviedo er í tíunda sæti deildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner