Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 09:05
Elvar Geir Magnússon
Tielemans fundar - Inzaghi orðaður við Spurs
Powerade
Tekur Simone Inzaghi við Totenham?
Tekur Simone Inzaghi við Totenham?
Mynd: EPA
Xavi næsti stjóri Baccelona?
Xavi næsti stjóri Baccelona?
Mynd: Getty Images
Sven Botman.
Sven Botman.
Mynd: Getty Images
Góða og gleðilega nýja vinnuviku! Tielemans, Willian, Allegri, Inzaghi, Xavi, Alderweireld, Locatelli og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans (24) fundar með Leicester City um nýjan samning eftir tímabilið Tielemans skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum um helgina en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Brasilíski vængmaðurinn Willian (32) mun líklega yfirgefa Arsenal í sumar en Arsenal hefur ekki fengið nein tilboð í hann. (Fabrizio Romano)

Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, er talinn líklegastur til að taka við af Zinedine Zidane sem þjálfari Real Madrid. (Marca)

Simone Inzaghi, stjóri Lazio, er líklegastur til að verða næsti fastráðni stjóri Tottenham samkvæmt veðbönkum. Inzaghi hefur stýrt Lazio síðan 2016. Scott Parker er númer tvö á listanum. (Sky Bet)

Barcelona hefur rætt við Xavi, stjóra Al Sadd í Katar, um að taka við af Ronald Koeaman sem stjóri Börsunga. (ARA Esports)

Napoli mun berjast við Manchester United um að fá spænska miðvörðinn Pau Torres (24) frá Villarreal. (La Gazzetta dello Sport)

Roma hefur áhuga á Rui Patricio (33), markverði Wolves og landsliðs Portúgal. Hinsvegar hefur Jose Mourinho, nýr stjóri Roma, ekki áhuga á Gianluigi Buffon (43) sem er að yfirgefa Juventus. (La Gazzetta dello Sport)

Alsírski vængmaðurinn Riyad Mahrez (30) segist vilja klára ferlinn hjá Manchester City. (RMC)

Hollenski varnarmaðurinn Sven Botman (21), sem var orðaður við Liverpool í janúar, segir að draumur sinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann sé þó ánægður hjá Lille í Frakklandi. (Athletic)

Club Brugge í Belgíu hefur áhuga á Toby Alderweireld (32) en belgíski landsliðsmaðurinn mun ekki taka ákvörðum um framtíð sína fyrr en hann kemst að því hver taki við af Ryan Mason hjá Tottenham. (Voetbal 24)

Leeds United og Burnley vilja ásamt Southampton, Watford og Rangers krækja í Jacob Murphy (26), vængmann Newcastle United. (Football Insider)

Crystal Palace vonast til að fá rúmenska varnarmanninn Radu Dragusin (19) á láni frá Juventus. (Sun)

Giovanni Carnevali, framkvæmdastjóri Sassuolo, segir mögulegt að ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli (23) verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili. (Skt Sport Italia)
Athugasemdir
banner
banner