Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 17. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Brasilíska undrabarnið með 60 milljón evra riftunarákvæði í samningnum
Endrick
Endrick
Mynd: Instagram
Hinn 15 ára gamli Endrick Felipe hefur samþykkt að gera atvinnumannasamning við brasilíska félagið Palmeiras en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Endrick gerir þriggja ára samning við Palmeiras sem gildir til 2025 og er hann með riftunarákvæði í samningnum sem gerir félögum kleift að fá hann fyrir 60 milljónir evra.

Þessi efnilegi leikmaður komst í sviðsljósið á síðasta ári er hann tók þátt í móti fyrir 20 ára leikmenn og yngri.

Hann var yngstur á því móti en tókst samt að vera valinn besti maður mótsins og átti flottasta markið.

Endrick hefur heimsótt félög á borð við Barcelona og Real Madrid en öll stærstu félög Evrópu hafa fylgst með honum síðasta árið.

Brasilíumaðurinn getur ekki formlega gengið til liðs við félög í Evrópu fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri og þyrfti hann því að spila með Palmeiras næstu tvö tímabilin áður en hann fær leyfi til að spila í Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner