sun 17. júní 2018 10:26
Magnús Már Einarsson
Birkir og Alfreð með hæstu einkunn hjá Instat
Icelandair
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu í gær.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason fengu flest stig
Íslendinga hjá tölfræðiforritinu Instat í leiknum gegn Argentínu í gær eða 319 talsins.

Instat skoðar hina ýmsu tölfræðiþætti leiksins, svo sem sendingar, tæklingar, skallabolta, hlaup með bolta og margt fleira. Út frá því fá leikmenn síðan stig.

Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins hjá Fótbolta.net og FIFA en hann var númer fjögur yfir flest stig hjá Instat á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni.

Hjá Argentínu var Marcos Rojo efstur með 332 stig en næstir komu Javier Mascherano með 326 stig, Nicolas Otamendi með 322 stig og Lionel Messi með 317 stig.

Stig byrjunarliðs Íslands hjá Instat gær
Alfreð Finnbogason 319
Birkir Már Sævarsson 319
Gylfi Þór Sigurðsso 298
Hannes Þór Halldórsson 294
Kári Árnason 264
Ragnar Sigurðsson 261
Emil Hallfreðsson 245
Aron Einar Gunnarsson 237
Jóhann Berg Guðmundsson 235
Birkir Bjarnason 227
Hörður Björgvin Magnússon 203
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner