Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. júní 2018 06:30
Gunnar Logi Gylfason
Enn hefur engin Evrópuþjóð tapað
Hannes Þór varði víti frá Messi
Hannes Þór varði víti frá Messi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er fjórði dagur Heimsmeistaramótsins í Rússlandi og greinilegt er að Evrópuliðunum líður vel í heimsálfunni sinni.

Á fyrstu þremur dögum mótsins hafa landslið sjö Evrópuþjóða hafið leik.

Rússar sigruðu Sáda í opnunarleik mótsins, 1-0.

Á öðrum degi mótsins komu Evrópuþjóðir aðeins við sögu í einum leik, Portúgal og Spánn áttust þá við og skildu þau jöfn.

Í gær spiluðu Evrópuþjóðir í öllum leikjunum. Í fyrsta leik dagsins sigraði Frakkland Ástrali með tveimur mörkum gegn einu.

Þar á eftir gerðum við Íslendingar jafntefli við Argentínu, þar sem Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Frændur okkar Danir unnu 1-0 sigur á Perú í næstsíðasta leik gærdagsins og í þeim síðasta vann Króatía öruggan 2-0 sigur gegn Nígeríu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner