Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. júní 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
HM í dag - Brasilía og Þýskaland mæta til leiks
Brassarnir hefja leik í kvöld
Brassarnir hefja leik í kvöld
Mynd: Getty Images
Í gær náði Ísland jafntefli með magnaðri frammistöðu gegn argentínska landsliðinu með Lionel Messi í broddi fylkingar.

Í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, heldur HM að sjálfsögðu áfram og eru þrír leikir á dagskrá. Kosta Ríka og Serbía mætast í hádeginu í E-riðli.

Klukkutíma eftir leik Kosta Ríka og Serbíu hefja ríkjandi heimsmeistarar, Þjóðverjar, titilvörnina. Þjóðverjar spila við spræka Mexíkóa og má búast við spennandi leik.

Klukkan 18:00 hefja svo Brasilíumenn leik á mótinu en mótherji þeirra verður Sviss. Brasilíumenn eru af mörgum taldir líklegir til þess að vinna keppnina en Brasilía er sú þjóð sem oftast hefur staðið uppi sem sigurvegari á HM, síðast árið 2002.

Leikir dagsins:

E-riðill:
12:00 Kosta Ríka - Serbía (Samara)
18:00 Brasilía - Sviss (Rostov-on-Don)

F-riðill:
15:00 Þýskaland - Mexíkó (Luzhniki)
Athugasemdir
banner
banner
banner