Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern vill fá Gareth Bale að láni
Man Utd og Leicester berjast um Tielemans
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað á þessum blíða þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Félagaskiptaglugginn er í fullu fjöri og er hægt að búast við ansi stórum félagaskiptum miðað við alla þá orðróma sem eru í gangi.

Man Utd gæti keypt Ivan Rakitic, 31, og Philippe Coutinho, 27, frá Barcelona ef Paul Pogba verður seldur. (Mundo Deportivo)

Antonio Conte vill fá Gary Cahill, 33, til Inter á frjálsri sölu. Þeir unnu úrvalsdeildina saman hjá Chelsea. (Sport Mediaset)

Paris Saint-Germain er reiðubúið til að selja Neymar ef rétt tilboð berst. Talað er um að PSG vilji ekki selja hann fyrir minna en 222 milljónir evra. (L'Equipe)

Bayern München vill fá Gareth Bale, 29, að láni út tímabilið. Hann myndi taka við af James Rodriguez sem hefur spilað sem lánsmaður hjá Bayern í tvö ár. (Sun)

Tanguy Ndombele, 22, segist hafa áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. (Telefoot)

Man Utd er á höttunum eftir Denzel Dumfries, 23 ára hægri bakverði Ajax. (Sun)

Liverpool ætlar að stela tyrkneska miðjumanninum Dorukhan Tokoz, 23, á síðustu stundu. Besiktas er þegar búið að samþykkja tilboð frá Udinese. (Fotomac)

Pep Guardiola vill fá Asier Riesgo, 35 ára markvörð Eibar, til Manchester City. (Sun)

Mónakó er búið að samþykkja tilboð frá Man Utd og Leicester í Youri Tielemans, 22, sem er nýbúinn að eiga gott tímabil að láni hjá Leicester. (Star)

Gianluigi Buffon, 41, gæti mögulega lagt hanskana á hilluna eftir að hafa ekki fengið nýjan samning hjá PSG. (Corriere dello Sport)

Arsenal er nálægt því að krækja í William Saliba, 18 ára varnarmann Saint-Etienne. Saliba yrði lánaður strax aftur til franska félagsins út næsta tímabil. (L'Equipe)

Nikola Vlasic, 21 árs miðjumaður Everton, verður líklega keyptur til CSKA Moskvu eftir að hafa gert góða hluti að láni þar. (Championat)

Roberto Carlos, 46, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Aston Villa árið 1995. (Birmingham Mail)

Dean Henderson, 22, segist vera tilbúinn til að spila fyrir Man Utd eftir að hafa gert góða hluti að láni hjá Sheffield Utd á tímabilinu. (Daily Mail)

Neal Maupay, 22 ára sóknarmaður Brentford, er í viðræðum við Sevilla. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner