Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Frank Lampard að skrifa undir samning til 2022
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Frank Lampard muni skrifa undir samning við Chelsea í vikunni. Sá samningur mun gilda næstu þrjú árin.

Lampard er langlíklegastur til að taka við starfinu eftir að Maurizio Sarri var fenginn yfir til Juventus. Hann býr ekki yfir mikilli reynslu sem knattspyrnustjóri en gerði vel við stjórnvölinn hjá Derby County og kom liðinu alla leið í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni.

Úrslitaleikurinn tapaðist en hæfileikar Lampard fóru ekki óséðir. Stjórnarmenn og stuðningsmenn Chelsea eru sammála um að hann sé tilvalinn í starfið þrátt fyrir reynsluleysið.

Lampard er fullkominn í starfið því hann þekkir félagið inn og út og mun leggja ríka áherslu á að þróa unga leikmenn. Chelsea er í viðskiptabanni allt tímabilið og þarf að reiða sig á góðar frammistöður frá vonarstjörnum félagsins. Sérstaklega eftir að Eden Hazard var seldur til Real Madrid.

Hann mun taka Jody Morris með sér frá Derby sem aðstoðarstjóra og þá vill hann einnig fá Chris Jones úr þjálfarateymi Derby. Petr Cech mun starfa hjá félaginu og þá eru hugmyndir á lofti um að fá Shay Given og Didier Drogba inn í þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner
banner