mán 17. júní 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Guðbjörg: Get loksins lagt Tékkaleikinn að baki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta landsleik síðan í september er hún varði mark Íslands í æfingaleik gegn Finnlandi í dag.

Síðasti leikur Guðbjargar var ótrúlega svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Tékklandi á Laugardalsvelli. Guðbjörg gerði slæm mistök í upphafi leiks og missti skot frá Tereza Szewieczkova klaufalega í markið. Jafnteflið getur þó ekki skrifast á hana þar sem Íslendingar fengu færi til að sigra leikinn og klúðraði Sara Björk Gunnarsdóttir vítaspyrnu í uppbótartíma.

„Það er fyrst og fremst geggjað að vera komin til baka. Ég er búin að vera frá í hálft ár og get loksins lagt Tékkaleikinn að baki mér," sagði Guðbjörg í Finnlandi.

„Það er geggjað að vera komin aftur, mér líður eins og ég sé fimm árum yngri. Mér var búið að vera illt í hásininni í örugglega tvö tímabil. Ég þurfti að fara í þessa aðgerð eða hætta í fótbolta og mér finnst ég sjálf í allt öðru standi núna."

Leikirnir gegn Finnlandi voru þeir síðustu fyrir undankeppni EM, sem hefst með heimaleik gegn Ungverjalandi 29. ágúst.




Athugasemdir
banner
banner
banner