mán 17. júní 2019 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna að bæta áhorfsmet í Frakklandi
Það var þétt setið á Roazhon Park, leikvangi Rennes, er Frakkland lagði Nígeríu að velli fyrr í dag.
Það var þétt setið á Roazhon Park, leikvangi Rennes, er Frakkland lagði Nígeríu að velli fyrr í dag.
Mynd: Getty Images
Áhorf á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur verið gríðarlega mikið og er franska sjónvarpsstöðin TF1 himinlifandi með þennan aukna áhuga.

TF1 bjóst við að 5 milljón Frakkar myndu horfa á opnunarleikinn gegn Suður-Kóreu. Þegar sem flestir voru að horfa fóru áhorfendatölur yfir 10 milljónir einstaklinga, án þess að telja milljón manns sem horfðu á leikinn á Canal+ og þá sem horfðu með öðrum leiðum. Það er áhorfsmet á kvennaleik í Frakklandi.

Sjónvarpsstöðin ákvað að hækka auglýsingaverð um 50-60% eftir opnunarleikinn og heppnaðist sú verðhækkun fullkomlega. Ellefu milljónir Frakka voru mættar fyrir framan sjónvarpið til að horfa á leik liðsins gegn Noregi í 2. umferð.

Til samanburðar horfðu rétt rúmlega 11 milljón Frakkar á sína menn í riðlakeppninni í fyrra og því eru áhorfendatölurnar nánast þær sömu fyrir heimamenn.

Það eru þó ekki aðeins heimamenn sem hafa verið að fá áhorf því 1,1 milljón Frakka horfði á leik hjá Bandaríkjunum og 1,5 milljón horfði á fjandslag Englands gegn Argentínu.

Áhorfendatölur erlendis frá hafa einnig verið góðar og eru leikvangar yfirleitt fullir af áhorfendum eða næstum því.

Ljóst er að kvennaknattspyrna er í stórsókn um allan heim og afar jákvæð þróun að svo margir áhorfendur fylgist með heimsmeistaramótinu.
Athugasemdir
banner
banner