Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 17. júní 2019 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Noregur áfram - Umdeildur sigur Frakka
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Frakkland og Noregur tryggðu sig upp úr A-riðli á HM kvenna með sigrum gegn Nígeríu og Suður-Kóreu rétt í þessu.

Heimamenn í Frakklandi mættu Nígeríu og var staðan markalaus þar til Ngozi Ebere fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 75. mínútu. Hún fékk um leið sitt annað gula spjald og því rekin af velli.

Wendie Renard steig á punktinn fyrir Frakka og skaut framhjá en fékk að taka spyrnuna aftur. Það sást með myndbandsdómgæslu að markvörður Nígeríu hafði stigið af línunni og fékk gult spjald fyrir.

Renard tók spyrnuna aftur og skoraði og niðurstaðan 0-1 sigur Frakka. Ákvörðunin um að láta endurtaka vítaspyrnuna er afar umdeild.

Nígería 0 - 1 Frakkland
0-1 Wendie Renard ('78, víti)
Rautt spjald: Ngozi Ebere, Nígería ('75)

Noregur mætti þá stigalausri Suður-Kóreu og komst yfir snemma leiks, þegar Caroline Hansen skoraði úr vítaspyrnu.

Kóreubúar voru mun betri í leiknum og sóttu án afláts en vörn Norðmanna föst fyrir og staðan 0-1 í hálfleik.

Isabell Herlovsen tvöfaldaði forystu Norðmanna úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og hélt sami gangur áfram.

Sóknarþungi Kóreu skilaði sér loks á 78. mínútu en mark Yeo Min-Ji ekki nóg. Lokatölur 1-2 og Kórea fer heim án stiga.

Frakkland endar með 9 stig, Noregur 6 og Nígería 3.

Suður-Kórea 1 - 2 Noregur
0-1 Caroline Hansen ('4, víti)
0-2 Isabell Herlovsen ('49, víti)
1-2 Yeo Min-Ji ('78)




Athugasemdir
banner
banner