mán 17. júní 2019 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Spánn og Kína fara upp með Þjóðverjum
Shimeng Peng hefur verið frábær á mótinu en hún átti einnig stórleik í 1-0 tapi gegn Þýskalandi í fyrstu umferð. Hún er helsta ástæða þess að Kína er komið áfram.
Shimeng Peng hefur verið frábær á mótinu en hún átti einnig stórleik í 1-0 tapi gegn Þýskalandi í fyrstu umferð. Hún er helsta ástæða þess að Kína er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Spánn eru búin að tryggja sig upp úr riðli á HM kvenna í Frakklandi.

Þýskaland var búið að tryggja sig upp fyrir lokaumferð riðlakeppninnar sem fór fram í dag en Spánn spilaði úrslitaleik við Kína um 2. sæti riðilsins.

Þýskaland mætti stigalausu botnliði Suður-Afríku og vann auðveldan 0-4 sigur. Þjóðverjar eru taldir sigurstranglegir á mótinu og hvíldu marga lykilmenn í dag.

Suður-Afríka 0 - 4 Þýskaland
0-1 Melanie Leupolz ('14)
0-2 Sara Dabritz ('29)
0-3 Alexandra Popp ('40)
0-4 Lina Magull ('58)

Spánn og Kína voru með þrjú stig á haus eftir að hafa bæði tapað 1-0 fyrir Þýskalandi og unnið gegn Suður-Afríku. Spánverjar unnu þó stærri sigur á Suður-Afríku og því með betri markatölu.

Leikur liðanna var vægast sagt einhliða þar sem Spánverjar áttu 23 skot að marki gegn 1.

Boltinn rataði einfaldlega ekki í netið og markvörður Kínverja líklega maður leiksins.

Kínverjar ljúka riðlakeppninni í 3. sæti en fara samt upp. Fjögur stigahæstu liðin í þriðja sæti riðla sinna komast áfram og er Kína öruggt þar.

Kína 0 - 0 Spánn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner