Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 13:38
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Atletico Madrid vera að ganga frá kaupum á Joao Felix
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Spænsku miðlarnir Marca og Diario AS halda því fram að umboðsmaður hans sé í samningsviðræðum við Atletico Madrid, í Madríd, þessa stundina.

Joao Felix er með kaupákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 120 milljónir evra, sem er nákvæmlega sama upphæð og í ákvæði Antoine Griezmann hjá Atletico. Spænska félagið ætlar því að nota yfirvofandi sölu Griezmann til að fjármagna kaupin á Felix.

Felix er aðeins 19 ára en gerði 20 mörk og lagði 11 upp fyrir Benfica á liðnu tímabili. Hann skoraði í báðum erkifjendaslögunum gegn Sporting CP og einnig í mikilvægum titilbaráttuslag gegn Porto í janúar. Þá spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik á dögunum.

Felix yrði dýrasti leikmaður í sögu Atletico eftir að félagið keypti Thomas Lemar á 70 milljónir evra í fyrra.

Óljóst er hvort Atletico muni lána Felix aftur til Benfica. Diego Simeone er sagður hafa lofað honum miklum spiltíma hjá Atletico þrátt fyrir ungan aldur.

Uppfærsla: Benfica er búið að gefa út tilkynningu sem segir að ekkert félag sé búið að bjóða 120 milljónir í Felix.

„Við viljum taka fram að þessar fregnir eru uppspuni frá rótum," segir meðal annars í tilkynningunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner