Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 14:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Man Utd í viðræðum um kaup á Diop
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja Manchester United vera í viðræðum við West Ham United um kaup á franska varnarmanninum Issa Diop.

Man Utd er talið hafa boðið 45 milljónir punda auk leikmanns fyrir Diop en Hamrarnir höfnuðu boðinu. Þeir vilja ekki selja hann og gætu boðið honum nýjan samning. Diop er þó samningsbundinn West Ham næstu fjögur árin.

Diop vill spila Meistaradeildarfótbolta en er þó ekki að flýta sér burt frá West Ham. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports er Diop sallarólegur yfir þessu öllu. Hann er til í að skipta yfir til Manchester, en verður ekki sár þó samkomulag náist ekki.

PSG og Barcelona hafa verið að fylgjast með Diop og eru miklar líkur á að hann spili sinn fyrsta A-landsleik á árinu. Hann á 40 leiki að baki fyrir yngri lið Frakklands.

Diop kom til West Ham í júlí í fyrra fyrir metfé, eða 22 milljónir punda. Nú er hann þriðji dýrasti leikmaður í sögu félagsins, eftir komu Felipe Anderson og Pablo Fornals.
Athugasemdir
banner
banner
banner