Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 17. júní 2020 21:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamaðurinn David Luiz skúrkurinn á Etihad
David Luiz skildi ekki neitt í neinu þegar hann fékk reisupassann
David Luiz skildi ekki neitt í neinu þegar hann fékk reisupassann
Mynd: Getty Images
Eric Garcia fékk þungt högg frá samherja sínum
Eric Garcia fékk þungt högg frá samherja sínum
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 0 Arsenal
1-0 Raheem Sterling ('45 )
2-0 Kevin de Bruyne ('51 , víti)
3-0 Phil Foden ('90 )
Rautt spjald: David Luiz, Arsenal ('49)

Manchester City vann Arsenal 3-0 í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Etihad-leikvanginum. Það var nóg um að vera í leiknum sem lengdist töluvert vegna meiðsla Eric Garcia undir lokin.

Það var auðvitað hafið leikinn á sama hátt og í fyrri leik dagsins en leikmenn sýndu sameiningu í baráttunni gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi með því að krjúpa fyrir leik.

Shkodran Mustafi og Pablo Mari voru í miðvarðarstöðunni hjá Arsenal en Mari fór meiddur af velli á 22. mínútu og kom David Luiz inn á í hans stað. Það átti ekki eftir að reynast neitt sérstaklega vel fyrir gestina.

Bernd Leno átti nokkrar góðar vörslur í fyrri hálfleiknum en í uppbótartíma síðari hálfleiks fékk hann þó mark á sig. Kevin de Bruyne átti þá langa sendingu inn í vörnina og misreiknaði Luiz boltinn svakalega, þannig að han skoppaði af lærinu hans, inn fyrir vörnina og þar var Raheem Sterling mættur til að afgreiða boltann í netið.

Þannig stóðu leikar í hálfleik. Kyle Walker var að glíma við meiðsli allan leikinn og virkaði afar tæpur en hélt þó áfram. Í byrjun síðari hálfleiks tókst Luiz að gera út um von Arsenal er hann reif niður Riyad Mahrez inn í teig. Vítaspyrna og rautt spjald á Luiz og ákvað De Bruyne að strá svo enn meira salt í sárin með því að skora úr spyrnunni.

Undir lok leiks meiddist Eric Garcia, varnarmaður City, alvarlega eftir að hann lenti í samstuði við Ederon, markvörð liðsins, en það þurfti að hlúa að Garcia í einhverjar átta eða níu mínútur áður en hann var borinn af velli. City var búið með allar fimm skiptingarnar og lék því manni færri síðustu ellefu mínúturnar.

Þegar leikurinn fór aftur af stað tókst Phil Foden að bæta við þriðja markinu. Sergio Aguero átti þá skot sem fór í stöngina og hirti Foden frákastið og skoraði örugglega. Lokatölur 3-0 og Man City með 60 stig, 22 stigum á eftir Liverpool þegar liðin eiga níu leiki eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner