Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Dana og Belga: De Bruyne á bekknum
Mikkel Damsgaard tekur stöðu Christian Eriksen í liði Dana.
Mikkel Damsgaard tekur stöðu Christian Eriksen í liði Dana.
Mynd: EPA
Það er stórleikur að hefjast á Evrópumótinu í knattspyrnu þar sem Danir eiga heimaleik gegn Belgíu.

Byrjunarliðin hafa verið staðfest og gera Danir tvær breytingar á liðinu sem tapaði gegn Finnum í fyrstu umferð. Mikkel Damsgaard, kantmaður Sampdoria, kemur inn í liðið fyrir Christian Eriksen sem hneig niður gegn Finnlandi. Jannik Vestergaard kemur þá inn fyrir Jonas Wind.

Belgar gera einnig tvær breytingar eftir 3-0 sigur gegn Rússum í fyrstu umferð. Thomas Meunier kemur inn fyrir Timothy Castagne sem missir af restinni af mótinu og þá tekur Jason Denayer stöðu Dedryck Boyata í varnarlínunni.

Kevin De Bruyne er á varamannabekknum, hann er að jafna sig eftir meiðsli á andliti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Danmörk: Schmeichel, Christensen, Kjaer, Vestergaard, Maehle, Wass, Hojbjerg, Delaney, Poulsen, Damsgaard, Braithwaite.

Belgía: Courtois, Alderweireld, Denayer, Vertonghen, Meunier, Dendoncker, Tielemans, T Hazard, Mertens, Carrasco, Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner