Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 22:40
Victor Pálsson
Tækifæri Skotlands er á morgun
Þessir tveir mætast.
Þessir tveir mætast.
Mynd: Getty Images
Skoska landsliðið getur unnið sér inn virðingu með góðum úrslitum gegn Englandi á morgun.

Þetta segir Andy Robertson, fyrirliði Skotlands, en liðið tapaði fyrsta leik sínum í lokakeppni EM gegn Tékkum, 2-0.

Skotar þurfa að ná í úrslit gegn sterku liði Englands á morgun og nú er að duga eða drepast fyrir Robertson og hans menn.

„Ég held að það sé borið meiri virðingu fyrir okkur núna því við komumst á EM og spiluðum marga leiki þar sem við vorum ósigraðir," sagði Robertson.

„Það er þó ekki borið eins mikla virðingu fyrir okkur og við hefðum viljað. Það er tækifæri gegn Englandi að sýna fólki sem efast um skoskan fótbolta hvað við getum gert."

„Við gerðum það árið 2017 (2-2 jafntefli á Hampden vellinum). Við gáfum þeim erfiðan leik og við þurfum að gera það sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner