fös 17. júní 2022 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Njarðvík kom til baka og er enn taplaust
Úlfur Ágúst gerði sigurmarkið.
Úlfur Ágúst gerði sigurmarkið.
Mynd: Njarðvík
Völsungur 2 - 3 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('24 )
1-1 Áki Sölvason ('59 )
2-1 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('61 )
2-2 Oumar Diouck ('75 )
2-3 Úlfur Ágúst Björnsson ('87 )

Það fór einn leikur fram í 2. deild karla í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Njarðvík, topplið deildarinnar, fór í heimsókn á Húsavík og mættu þar Völsungi. Njarðvíkingar byrjuðu betur og tóku forystuna um miðbik fyrri hálfleiks er Kenneth Hogg skoraði.

Heimamenn svöruðu þessu marki vel í seinni hálfleiknum. Þeir skoruðu tvisvar með stuttu millibili og sneru leiknum sér í vil; Áki Sölvason og Ólafur Jóhann Steingrímsson með mörkin.

En Njarðvíkingar, þeir gáfust ekki upp á þessum erfiða útivelli og komu til baka. Oumar Diouck, sem er sagður vera besti leikmaður deildarinnar, jafnaði leikinn og svo skoraði Úlfur Ágúst Björnsson, sem hefur verið sjóðandi heitur í sumar, sigurmarkið.

Þetta var rússíbanaleikur, en lokatölur 2-3 og er Njarðvík á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Völsungur hefur tapað tveimur í röð og er með 13 stig í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner