Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 17. júní 2022 16:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðstoðarmaður Guardiola yfirgefur Manchester City
Mynd: EPA

Aðstoðarþjálfari Manchester City Juanma Lillo hefur yfirgefið félagið og mun taka við sem stjóri Al Sadd í Katar.


Hann tekur við af Javi Garcia sem tók við af Xavi þegar hann samdi við Barcelona.

Lillo gekk til liðs við City árið 2020 en hann tók við af Mikel Arteta sem aðstoðarþjálfari Pep Guardiola þegar Arteta tók við sem stjóri Arsenal.

Lillo er með mikla reynslu af þjálfun í heimalandi sínu, Spáni, en þar stýrði hann meðal annars Zaragoza og Real Sociedad og var aðstoðarþjálfari Sevilla.

Á þeim tíma sem Lillo var aðstoðarþjálfari Guardiola vann City ensku úrvalsdeildina einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner