Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júní 2022 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert var mikilvægasti leikmaðurinn á körfuboltamóti
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er staddur á Íslandi og tók hann þátt í körfuboltamóti í Reykjavík í dag.

Albert er ekki bara hæfileikaríkur fótboltamaður, hann er nefnilega mjög góður í körfubolta líka.

Fyrrum markvörðurinn Sindri Snær Jensson segir frá því á Twitter að Albert og liðsfélagi hans, Kristján Daði Finnbjörnsson, hafi farið alla leið í mótinu í dag.

„Streetball mót Húrra & Nike 2022 fór fram í dag. Magnaður viðburður og frábær mæting. Alvöru gæði í spilamennsku. Sigurvegarar @snjallbert & @KristjanDadi eftir harða keppni! MVP Albert Guðmundsson sem hlýtur flöskuborð á Auto að launum,” skrifaði Sindri á Twitter.

Albert, sem er leikmaður Genoa á Ítalíu, var hér á landi í landsliðsverkefni - þar sem hann fékk lítið að spila - og er hann núna í sumarfríi áður en hann heldur aftur til Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner