Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 17. júní 2022 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona kippir í spotta til að lagfæra núverandi stöðu
Aðgerðirnar koma til með að hjálpa félaginu að ná í Lewandowski í sumar.
Aðgerðirnar koma til með að hjálpa félaginu að ná í Lewandowski í sumar.
Mynd: EPA
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Mynd: Getty Images
Eins og vel hefur verið fjallað um, þá hafa fjárhagsvandræði Barcelona verið mikil síðustu ár. Slæmar ákvarðanir í leikmannamálum og Covid hafa spilað stórt hlutverk hvað það varðar.

En í gær voru teknar ákvarðanir sem koma til með að breyta núverandi stöðu félagsins.

Barcelona samþykkti sem sagt að selja 49,9 prósent hlut í fyrirtæki sem sér um verslunarrekstur (merchandise) félagsins. Með þessari aðgerð býst félagið við því að þéna á milli 200 og 300 milljónir evra.

Stjórnarfólk Börsunga ákvað líka að selja 25 prósent af sjónvarpsrétti félagsins yfir ákveðinn tíma.

Samanlagt munu þetta gera um 600-700 milljónir aukalega fyrir félagið á þessum tímapunkti.

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur talað opinskátt hversu slæm staða félagsins er en hann telur að þetta muni hjálpa mikið og núna geti félagið fengið leikmenn til sín í sumar til þess að keppa á öllum vígstöðum.

Efstur á óskalistanum er Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern München. Þessar aðgerðir koma til með að hjálpa félaginu að landa honum.

Það er samt sem áður talið að Barcelona sé enn opið fyrir því að selja miðjumanninn Frenkie de Jong til Manchester United. Félagið telur sig geta selt hann fyrir mikinn pening og hann sé ekki endilega lykilmaður.

Samkvæmt Football Espana þá munu þessar aðgerðir hjálpa Barcelona núna en félagið gæti tapað á þessu í framtíðinni ef verðmæti eignanna sem verið er að selja mun hækka til muna.
Athugasemdir
banner
banner
banner