Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júní 2022 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum vonarstjarna Liverpool aftur á leið til félagsins
Mynd: Getty Images

Jay Spearing er uppalinn hjá Liverpool en hann lék með aðalliði félagsins frá 2008-2013.


Liverpool batt miklar vonir við hann en hann náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Hann var síðan seldur til Bolton þar sem hann lék í fjögur ár og síðar í þrjú ár hjá Blackpool.

Hann var núna síðast í Tranmere Rovers sem leikur í fjórðu efstu deild á Englandi en hann fékk ekki nýjan samning eftir nýafstaðið tímabili.

Þessi 33 ára gamli leikmaður er sagður vera á leið heim til Liverpool þar sem hann mun spila fyrir u23 ára liðið og taka að sér einhverskonar þjálfun innan félagsins.


Athugasemdir
banner
banner