Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. júní 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KR og ÍA áttu bæði skilið að fá víti - „Þetta verður ekki meira víti"
Atli á harðaspretti
Atli á harðaspretti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og ÍA mættust í Bestu deildinni í miklum markaleik. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli.


Sæbjörn Steinke fór yfir leikinn ásamt Sverri Mar Smárasyni og Baldvin Borgarsyni í Innkastinu.

Þeir gáfu Helga Mikael Jónassyni dómara leiksins ekki háa einkun fyrir störf sín í leiknum en þeir töldu að bæði lið hafi átt skilið að fá vítaspyrnu. Fyrst ÍA þegar Kristinn Jónsson tekur Steinar Þorsteinsson niður í teignum.

„Fyrir mitt leyti verður þetta ekki meira víti," sagði Sæbjörn.

„Þetta er svo mikið víti og Helgi Mikael er ekki einu sinni illa staðsettur, þetta er ótrúlegt," sagði Sverrir.

„Er hann eitthvað að pæla í því hvort hann sé að pikka boltanum út úr teignum?" Skýtur Sæbjörn inní.

„Mér er drullu sama, þetta er bara fáranlegur dómur," sagði Sverrir.

Síðar í leiknum var Atli Sigurjónsson tæklaður í teignum.

„Hann hoppar yfir tæklinguna en Oliver tekur hann klárlega úr jafnvægi. Ef Atli hefði verið klókur, fáðu smá snertingu og farðu niður, pjúra víti. Mér finnst þetta samt vera víti," sagði Baldvin.

„Mér finnst þetta vera fáranlega mikið víti. Það er svo mikill ásetningur í þessu. Þetta er alveg eins og tæklingin sem hann átti gegn Víking nema núna náði hann ekki boltanum. Mér er alveg sama þó hann hafi ekki náð snertingu, hann kemur á milljón og Atli er líka á fullri ferð, það þarf ekki meira," sagði Sverrir.

„Atli er líka að hugsa um að slasa sig ekki með því að hoppa uppúr tæklingunni," sagði Baldvin.


Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner